Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. september 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýráðnir réttindagæslumenn fatlaðs fólks teknir til starfa

Gengið hefur verið frá ráðningu átta réttindagæslumanna fatlaðs fólks víðsvegar um landið í samræmi við lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011. Réttindagæslumennirnir hafa allir tekið til starfa. 

Störf réttindagæslumannanna voru auglýst laus til umsóknar í maí síðastliðnum og var ráðið í störfin frá 1. ágúst. Helstu verkefni réttindagæslumannanna samkvæmt lögunum eru að aðstoða og leiðbeina fólki sem vegna fötlunar sinnar á erfitt með gæta réttinda sinna sjálft. Réttindagæslumenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess.

Upplýsingar um réttindagæslumennina, starfssvæði þeirra og aðsetur:

Reykjavík og Seltjarnarnes
Halldór Gunnarsson
s. 858 1550
[email protected]
Aðsetur: Borgartún 22, 105 Reykjavík

Magnús Þorgrímsson
s. 858 1627
[email protected]
Aðsetur: Borgartún 22, 105 Reykjavík

Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós
Jarþrúður Þórhallsdóttir
s. 858 1753
[email protected]
Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi

Hafnarfjörður og Suðurnes
Rósa Hrönn Árnadóttir
s. 858 1798
[email protected]
Aðsetur: Hlíðasmára 6, 2. hæð, 201 Kópavogi

Vesturland og Vestfirðir
Jón Þorsteinn Sigurðsson
s. 858 1939
[email protected]
Aðsetur: Rauði kross Íslands, Akranesdeild, Skólabraut 25a, 300 Akranesi

Norðurland
Guðrún Pálmadóttir
s. 858 1959
[email protected]
Aðsetur: Vinnueftirlit ríkisins, Skipagötu 14, 600 Akureyri

Austurland
Sigurlaug Gísladóttir
s. 858 1964
[email protected]
Aðsetur: Tjarnarbraut 39a (Vonarland), 700 Egilsstaðir

Suðurland
Sigrún Jensey Sigurðardóttir
s. 858 2142
[email protected]
Aðsetur: Sandvíkurskóli, Bankavegi, 800 Selfoss

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum