Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti sýslumenn í Vík og á Hvolsvelli

Innanríkisráðherra átti í síðustu viku fundi með sýslumönnunum í Vík og á Hvolsvelli. Var meðal annars farið yfir ýmis atriði er tengjast almannavörnum og lögðu sýslumenn meðal annars áherslu á að tryggt yrði að lögreglumenn væru jafnan starfandi í Vík en þar hefur ekki verið lögreglumaður síðustu þrjú árin.

Innanríkisráðherra og sýslumaðurinn í Vík ræddust við í síðustu viku.
Innanríkisráðherra og sýslumaðurinn í Vík ræddust við í síðustu viku.

Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík, sagði að sveitarstjórn Mýrdalshrepps, almannavarnanefnd svæðisins og embætti sýslumanns teldu nauðsynlegt að hafa lögreglumenn með aðsetur í Vík og að brýnt væri að fá heimild til að ráða þangað lögreglumenn. Ótryggt ástand vegna jarðskjálfta, flóða og eldgosa gerðu það að verkum að almannavarnir yrðu að vera með góðu skipulagi og virkar.

Innanríkisráðherra og sýslumaðurinn í Vík ræddust við í síðustu viku.Hjá sýslumanni í Vík skoðaði ráðherra einnig kosningagögn fyrir blinda og sjónskerta sem send hafa verið vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og fór Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu yfir gögin með sýslumanni og ráðherra.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, tók undir sjónarmið sýslumanns í Vík um fleiri lögreglumenn. Sagði hann bæði sýslumannsembættin hafa lagt mikla áherslu á almannavarnaþáttinn og að haldnar væru reglulega æfingar og fundir með íbúum byggðarlaganna í því skyni að  rýmingaráætlanir væru öllum vel kunnar.

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, sagði brýnt að halda áfram endurnýjun og viðhaldi varnargarða við Markarfljót en með því væri unnt að draga úr miklum afleiðingum flóðs í fljótinu. Þá minnti hann á að almannavarnir ættu 50 ára afmæli nú á haustdögum og varpaði fram hugmynd um að komið yrði upp sýningu á Hellu sem gæti tengst þeim afmælisáfanga sem yrði síðan föst sýning um hvers kyns starfsemi almannavarna um landið allt. Kvaðst hann hafa átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn um að leggja til húsnæði en að málið væri allt á frumstigi.

Innanríkisráðherra og sýslumaðurinn á Hvolsvelli skoða upplýsingaskilltin hjá Markarfljóti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira