Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. september 2012 Innviðaráðuneytið

Vinnustofa sérfræðinga um öryggi í rafrænum samskiptum og rafræna auðkenningu

Stýrihópur um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði efndi í dag til vinnustofu um rafræna auðkenningu. Sérfræðingar og ýmsir hagsmunaaðilar á sviði rafrænnar auðkenningar komu saman í Iðnó í þeim tilgangi að miðla þekkingu og upplýsingum og ræða mögulegar leiðir sem stjórnvöld og einkaaðilar gætu farið við auðkenningu inn á vefi sína.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði vinnustofu um öryggi í rafrænum samskiptum og rafræna auðkenningu.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði vinnustofu um öryggi í rafrænum samskiptum og rafræna auðkenningu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpaði fundargesti og sagði verkefnið brýnt – að flýta fyrir og samræma ýmsa ferla sem þegar væri unnið að víða í samfélaginu. Vinnustofan nú væri haldin að tilstuðlan stýrihópsins til að stjórnvöld geti lært og göngulag verði samræmt varðandi lykilinn að rafrænni þjónustu. Í framhaldinu þurfi svo að virkja samfélagið allt í þessu verkefni.

Frá vinnustofu í Iðnó um rafræna auðkenningu.

 

 

 

 

 

 

 

Þorleifur Gunnlaugsson, formaður stýrihóps um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði, stýrði vinnustofunni og voru þátttakendur hvattir til að velta því fyrir sér hvaða stefnu íslensk stjórnvöld og fyrirtæki eigi að taka varðandi auðkenningarleiðir og öryggi. Guðbjörg Sigurðardóttir, innanríkisráðuneytinu, fjallaði var um stefnur og strauma í löndum sem við berum okkur saman við og Halla Björg Baldursdóttir, Þjóðskrá, velti því upp hvaða leiðir komi til greina við auðkenningu inn á opinbera vefi og vefi einkaaðila og hvaða öryggisstigi fullnægi mismunandi auðkenningarleiðir.

Audkenning_6Hrafnkell Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun, varpaði í erindi sínu fram þeirri spurningu hvort upplýsingakerfi sem beri uppi rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði falli undir ómissandi upplýsingainnviði og þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, hjá Íbúum ses, sögðu frá reynslunni af rafrænni auðkenningu í íbúakönnuninni í Reykjavík.

Borgarstjóri, Jón Gnarr, á vinnustofu um rafræna auðkenningu.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, fjallaði um veflykil Ríkisskattstjóra og Haukur Ingibergsson, Þjóðskrá, sagði frá auðkenningarleiðum og þörfum Þjóðskrár. Haraldur Bjarnason frá Auðkenni fjallaði um rafræn skilríki og það gerði einnig Angantýr Einarsson frá fjármálaráðuneytinu. Þá sagði Hákon L. Åkerlund frá nýjum leiðum til að tryggja öryggi Landsbanka Íslands og að lokum fjallaði Ólafur Garðarsson um hlutverk og verkefni Persónuverndar.

Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður.

Glærur fyrirlesara:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum