Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Tveir nýir hæstaréttardómarar fá skipunarbréf

Tveir nýir hæstaréttardómarar, þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, tóku við skipunarbréfum hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í dag en forseti Íslands hefur fallist á tillögu ráðherra um skipun þeirra í embættin. Þeir eru skipaðir í embætti frá 1. október.

Tveir nýir hæstaréttardómarar fengu skipnarbréf afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.
Tveir nýir hæstaréttardómarar fengu skipnarbréf afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Dómnefnd komst að þeirri samdóma niðurstöðu að Benedikt Bogason, dómstjóri og settur hæstaréttardómari, og Helgi I. Jónsson dómstjóri væru hæfastir umsækjenda til að gegna embættunum. Á myndinni eru frá vinstri Helgi I. Jónsson, Ögmundur Jónasson og Benedikt Bogason.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira