Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. október 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Endurskoðun þýðingar samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks er hafin

Þann 11. október sl. stóðu Öryrkjabandalag Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti fyrir málþingi um 4. og 33. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar tilkynnti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að vinna við endurskoðun þýðingar samningsins væri hafin og að brátt yrði skipuð samstarfsnefnd ráðuneyta til að undirbúa fullgildingu hans. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp til fullgildingar samningsins eins fljótt og verða má og helst á vorþingi 2013, til samræmis við framkvæmdaáætlunina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum