Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. október 2012 Dómsmálaráðuneytið

Fimm stöður héraðsdómara auglýstar lausar til umsóknar

Innanríkisráðuneytið auglýsir lausar stöður fimm héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og af þeim eru þrjár lausar til setningar, tvær til hálfs árs og ein til eins árs. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 7. nóvember næstkomandi.

Miðað er við að skipað verði í embætti tveggja dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. janúar 2013 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu. Þá er miðað við að sett verði í þrjár dómarastöður frá sama tíma og í tvær þeirra til og með 30. júní 2013 en þá þriðju til ársloka 2013. 

Umsækjendur skulu í öllum tilvikum fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og er í auglýsingu um stöðurnar tekið fram hvaða upplýsingar skuli koma fram í umsókn svo og hvaða gögn skuli fylgja. Óskað er eftir að umsækjendur gefi upp netfang til að hraða megi afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og á netfangið [email protected] eigi síðar en 7. nóvember.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira