Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra kallar eftir því að tafarlaust verði bundinn endi á gagnkvæmar árásir

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem.

Utanríkisráðherra kallar eftir því að tafarlaust verði bundinn endi á gagnkvæmar árásir. Ekki sé hægt að sitja aðgerðalaus hjá á meðan líkur aukast dag frá degi á landhernaði Ísraela á Gaza, með tilheyrandi hörmulegum afleiðingum fyrir óbreytta borgara, sem ekkert hafa til saka unnið. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna beri skylda til að álykta um málið og gera sitt til að skakka leikinn sem fyrst.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum