Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Aðalsamningamaður á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar

Stefán Haukur Jóhannesson í pontu
Fundur_MG_5721

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, ávarpaði í gær fimmta fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis Íslendinga og Evrópuþingsins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Strasbourg. Stefán Haukur fór yfir stöðu viðræðna og sagðist stoltur yfir því að búið væri að opna 2/3 hluta samningskaflanna. Hann sagði undirbúning standa yfir til að hefja viðræður um þá samningskafla sem eftir standa. Þá gerði Stefán Haukur grein fyrir áskorunum í samningskaflanum um efnahags- og gjaldeyrismál og lýsti ánægju sinni með stofnun sameiginlegs vinnuhóps Íslands, framkvæmdastjórnar ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaleyrissjóðins um afnám gjaldeyrishafta.

Á fundinum var sérstaklega farið yfir þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir hvað varðar gjaldeyrismál. Þingmannanefndirnar héldu áfram fundi sínum í dag og var sjónum beint að stefnu Íslands og Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Þá voru efnahagserfiðleikarnir á evrusvæðinu ræddir og hvernig þeir tengjast á Íslandi.

Auk Stefáns Hauks, ávörpuðu fundinn þau Stefan Füle, stækkunarstjóri sambandsins, og Erato Kozakou-Marcoullis, utanríkisráðherra Kýpur en Kýpur gegnir nú formennsku í ESB.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum