Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. nóvember 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

9. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneytið – Verið – 3. hæð.
  • Fundartími:      Föstudagur 23. nóvember 2012, kl. 10:30 – 12:00

Nefndarmenn:

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra

Fjarverandi:    

  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara,
  • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti

Aðrir fundarmenn: Sigurður Helgason ráðgjafi og Einar Njálsson.

Fundarefni

 

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2.      Kynning á þróunarverkefni til að meta þörf fyrir þjónustu – Ingibjörg Hjaltadóttir.

Dagskrárliðnum var frestað þar sem fyrirlesari komst ekki á fundinn vegna veikinda.

3.      Samkomulag við Capacent Gallup um könnun á hag í líðan eldri borgara.

Samkomulagið var kynnt en það gengur út á að skoða þróun tiltekinna þátta til samanburðar við mælingar sem gerðar voru á árinu 1999 og árinu 2006. Í könnuninni verður spurt um – heilsufar, hreyfingu og næringu – afnot, þörf og mat á heilbrigðisþjónustu og félagslegri heimaþjónustu – húsnæðismál – starfslok og fjárhagslega stöðu – félagslega stöðu og tengsl. Úrtakið er 1.800 manns, 1.200 af landinu öllu og til viðbótar 600 manns úr Reykjavík. Úrtakið verður valið úr hópi fólks á aldrinum 67 ára og eldra. Búist er við að niðurstaða úr könnuninn liggi fyrir um mánaðamótin janúar-febrúar 2013.

4.      Sameining vinnuhópa 3 og 4 um greiðslur íbúa og fyrirkomulag fasteignamála – hugmyndir um breytt fyrirkomulag.

Bolli skýrði frá því að á sameiginlegum fundi vinnuhópa 3 og 4 sem haldinn var 15.11.2012 hefði komið fram sú tillaga að sameina hópana í einn. Ástæðan er sú að verkefnin skarast það mikið að illmögulegt er að vinna þau hvort í sínu lagi. Tillagan um sameiningu vinnuhópanna var samþykkt samhljóða.

Ennfremur kynnti Bolli tillögur að nýju fyrirkomulagi á greiðslum íbúa og fasteignamálum. Efni var ekki dreift á fundinum enda eru tillögurnar enn í vinnslu. Meginhugmyndin gengur út á það að íbúar fái greiðslur frá TR eins og aðrir aldraðir og greiði húsaleigu og heimilishald. Hið opinbera greiði fyrir hjúkrun og umönnun. Tekið verði upp nýtt skipulag fasteignamála og fasteignir greindar frá almennum rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila. Byggt verði á svokallaðri leiguleið og blandaðri fjármögnun stofnkostnaðar. Almennt var gerður góður rómur að grunnhugmyndum sem tillögurnar byggja á og samdómaálit að rétt væri að vinna þær áfram og greina einstaka þætti nákvæmar.

Málið var rætt vítt og breitt.  Kristín Á Guðmundsdóttir óskað bókað: Að hún legði ríka áherslu á að vinnuhópur 10 um starfsmannamál verði skipaður og settu af stað sem allra fyrst. Ennfremur vakti hún athygli á nauðsyn þess að Vinnueftirlitið skoðaði aðstæður á hjúkrunarheimilum með sérstaka áherslu á aðbúnað og vinnuálag starfsfólks. Gísli Páll lýsti þungum áhyggjum af seinagangi varðandi uppgjör lífeyrisskuldbindinga. Engar viðræður hafa farið fram við SFV um málið frá því í febrúar á þessu ári.

5.      Næsti fundur.

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 25. janúar 2013, kl. 10:30 – 12:00

 

Fundi lauk kl 11:50 /  Einar Njálsson ritaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum