Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands heimsækja Ísland

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem fara meðal annars með sveitarstjórnarmálefni, heimsækja Ísland í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Koma ráðherrarnir á morgun, föstudag, og dvelja hér fram á sunnudag.

Á dagskrá ráðherranna eru fundir bæði með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og ýmissa stofnana sem heyra undir ráðuneytið og munu þeir kynna sér ýmis sameiginleg málefni á starfssviði ráðuneyta sinna. Þannig fá þeir kynningu á starfsemi Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, heimsækja Þjóðskrá og eiga viðræður við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Ráðherrarnir þrír hafa áður átt viðræður á ýmsum fundum norrænna ráðherra og er heimsóknin nú skipulögð í framhaldi af síðasta ráðherrafundi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum