Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

ESB samráð um loftgæði

Himinn
Himinn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur sett af stað samráðsferli á netinu um hvernig best verði staðið að því að bæta loftgæði í Evrópu. Óskað er eftir áliti almennings á því hvernig framfylgja skuli núverandi lögum og reglum er varða loftgæði, hvernig megi bæta þær og hvernig megi styðja við þær með frekari aðgerðum.

Loftmengun og önnur tengd vandamál sem ógna umhverfinu og heilsu fólks er alvarlegt áhyggjuefni fyrir marga Evrópubúa. Þrátt fyrir mikla framþróun í setningu löggjafar á undanförnum áratugum í því skyni að stemma stigu við loftmengandi efnum á borð við brennisteinstvíoxíð, blý og nituroxíð hefur ekki tekist að komast fyrir loftmengun með öllu. Heilsu fólks stafar hætta af mengunarmóðu og svifryki sem víða fer reglulega yfir hættumörk. Þannig er talið að loftmengun dragi yfir 350.000 manns til dauða árlega innan Evrópusambandsins.

Samráðið er tvíþætt; annars vegar er einfalt spurningarform ætlað almenningi, hins vegar ítarlegri spurningar fyrir sérfræðinga og starfsfólk frá opinberum stjórnsýslustofnunum, vísindamenn, atvinnurekendur, hagsmunaaðila og ólíka hópa sem hafa reynslu af því að innleiða Evrópulöggjöf á sviði loftgæða.

Niðurstöður samráðsins verða nýttar við heildarendurskoðun stefnumótunar ESB í loftgæðamálum sem lýkur á næsta ári.

Skv. EES samningnum er Íslendingum skylt að innleiða löggjöf ESB í mengunarmálum og því gæti málið varðað þá með beinum hætti.

Frestur til að taka þátt í samráðinu er til 4. mars 2013.

Samráðsferli um loftgæði

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum