Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2012 Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráð um þróunarsamvinnu fundar í ráðuneytinu

Frá fundi samstarfsráðsins í dag
Frá fundi samstarfsráðsins i dag
Samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu, sem starfar skv. lögum 121-2008, kom saman til 8. fundar síns í dag í utanríkisráðuneytinu. Samstarfsráðið sinnir ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku hvað varðar alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.

Í ráðinu sitja 17 manns, þar af einn formaður, fimm aðilar frá íslenskum mannúðarsamtökum, tveir frá háskólasamfélaginu og tveir frá aðilum vinnumarkaðarins. Hin sjö sætin skipa fulltrúar kosnir af Alþingi og mynda þróunarsamvinnunefnd. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum