Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. janúar 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfshópur um endurskoðun stjórnarfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs

Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli.
Þjónustumiðstöðin í Skaftafelli

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað starfshóp til að fara yfir núverandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. Hópnum er ætlað að afla upplýsinga um reynsluna af stjórnfyrirkomulagi garðsins, skoða kosti þess og galla og vinna skýrslu um málið til ráðherra. Þessi úttekt  er í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Við vinnu sína skal starfshópurinn hafa samráð og leita eftir sjónarmiðum helstu aðila sem að stjórn garðsins koma ss. sveitarfélaga á starfssvæðinu, svæðisráða, útivistarsamtaka, umhverfisverndarsamtaka, stjórnar og framkvæmdastjóra auk annarra sjónarmiða sem starfshópurinn telur mikilvæg við stjórn þjóðgarðsins.

Í starfshópnum eru:

  • Jón Geir Pétursson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
  • Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands
  • Gunnþórunn Ingólfsdóttir, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn gangi frá skýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. apríl næstkomandi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum