Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. janúar 2013 Forsætisráðuneytið

Nýtt gosminjasafn í Vestmannaeyjum

Ríkisstjórnin á Selfossi
Ríkisstjórnin á Selfossi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en þann 23. janúar sl. voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey.

Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði  fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum