Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. janúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Framboðum skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman almennar upplýsingar varðandi ýmsa þætti er huga þarf að áður en framboði til Alþingis er skilað til hlutaðeigandi yfirkjörstjórnar. Við alþingiskosningar eru framboð ekki tilkynnt til innanríkisráðuneytisins öfugt við það sem gerist við kjör forseta Íslands.

Til dæmis þarf að gæta þess að á framboðslista séu tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri, og fjöldi meðmælenda við lista skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum