Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. janúar 2013 Innviðaráðuneytið

Námskrá um nám og próf vegna ADR-réttinda til umsagnar

Til umsagnar er nú á vef innanríkisráðuneytisins námskrá um nám og próf til réttinda til að mega flytja hættulegan farm á landi, svonefnd ADR-réttindi. Frestur til að skila athugasemdum um námskrána er til 11. febrúar næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected].

Með reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi er Umferðarstofu meðal annars falið að setja námskrá fyrir nám til ADR-réttinda. Í 3. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar er nánar tiltekið að Umferðarstofa setji námskrá sem staðfest er af ráðherra.

Námskráin er ný en málaflokkurinn var áður á forræði Vinnueftirlitsins. Tekur námskráin mið af gildandi reglum og formgerir þær. Við vinnslu námskrárdraganna hafði Umferðarstofa hliðsjón af sambærilegum námskrám í Danmörku og Svíþjóð sem og innlendum námskrám um ökuréttindi. Auk þess var samráð haft við þá sem hafa annast námskeið til ADR-réttinda hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum