Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. janúar 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra

Tuttugu umsækjendur eru um stöðu ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, en ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 12. janúar síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

  • Anna Maria Gomes, lögfræðingur
  • Arkadiusz Domzal, M.Sc. umhverfisfræði
  • Bárður Steinn Róbertsson, lögfræðingur
  • Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri
  • Davíð Egilson, verkfræðingur
  • Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur
  • Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri
  • Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri
  • Jenný Dögg Björgvinsdóttir, sjávarútvegsfræðingur
  • Krzysztof Snarski, mannauðsstjóri
  • Margrét Lilja Gunnarsdóttir, B.A. lögfræði
  • Ólafur Fannar Heimisson, þjónustufulltrúi
  • Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri
  • Sigurður Guðjónsson, forstjóri
  • Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri
  • Simon Reher, sagnfræðingur
  • Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Stefán Thors, forstjóri
  • Þórhalla Arnardóttir, M.ed. líffræði

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, sbr. 19. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Nefndina skipa Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, formaður, Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Skv. reglunum er nefndin sjálfstæð í störfum sínum og skal starf hennar miða að því að leiða í ljós með gagnsæjum hætti hvaða umsækjandi eða umsækjendur séu hæfastir til að hljóta skipun í starfið. Þá skal nefndin gæta í hvívetna samræmis gagnvart umsækjendum, þannig að jafnræði sé í heiðri haft.

Reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum