Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. febrúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Ný útgáfa lagasafns á vef Alþingis

Ný útgáfa lagasafnsins (141a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 14. janúar 2013. Í nýju útgáfunni hefur verið bætt við ofanmálsgrein til að auka skýrleika og auðvelda aðgang að upplýsingum um það undir hvaða ráðherra eða ráðuneyti tiltekinn lagabálkur heyrir.

Við heildarendurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands í september 2011 var gerð sú breyting að heiti ráðherra og ráðuneyta eru ekki lengur tilgreind í lögum. Í stað heitis ráðherra er annað hvort eingöngu notað hugtakið „ráðherra“ eða „ráðuneyti“ eða í ákveðnum tilvikum er málaflokkur ráðherra eða ráðuneytis tilgreindur. Með nýju uppfærslunni á lagasafninu kemur fram í ofanmálsgrein við hvaða ráðherra eða ráðuneyti er átt ef í viðkomandi lögum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað. Jafnframt er þar að finna tengil í forsetaúrskurð þar sem er að finna skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum