Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. febrúar 2013 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Japanir kynna sér nýsköpunarmennt á Íslandi

Fulltrúar frá Ryukyu University og Nýsköpunarmiðstöð Okinawa áttu fund með mennta- og menningarmálaráðherra og fleirum.

Daiya Miyazato prófessor við Ryukyu University í Okinawa og Erika Uezato  starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Okinawa í Japan eru stödd hér á landi til að kynna sér menntakerfið og nýsköpunarumhverfið á Íslandi og hvernig það hefur stuðlað að samkeppnishæfari vinnumarkaði. Hvatinn að komu þeirra er skýrsla frá japönskum fræðimanni, Fumiko Ichikawa, sem heimsótti Ísland í fyrra og gerði frumathugun á skólakerfinu hér.
Ætlun þeirra er að kynna sér þætti, sem eru ólíkir því sem Japanir venjast í sínu skólakerfi, eins og list- og verkgreinar, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og stuðning við skapandi greinar í atvinnulífinu. Á fundi með Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var rætt um markmið námsskrárinnar og hvernig hún stuðlar að aukinni nýsköpun, nýsköpunar- og frumkvöðlafræðslu og fleira.

Japanir kynna sér nýsköpunarmennt á ÍslandiDaiya Miyazato prófessor við Ryukyu University í Okinawa og Erika Uezato  starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Okinawa í Japan á fundi með starfsmönnum ráðuneytisins og Katrínu Jakobsdóttur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum