Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Kröfulýsing fyrir öldrunarþjónustu

Eldri borgari
Eldri borgari

Velferðarráðuneytið hefur gefið út kröfulýsingu fyrir öldrunarþjónustu. Þar koma fram lágmarkskröfur sem velferðarráðuneytið gerir til þeirra sem annast rekstur hjúkrunar- dvalar- og dagdvalarrýma og til þjónustunnar sem þeir skulu veita. 

Kröfulýsing fyrir öldrunarþjónustu var fyrst samþykkt í velferðarráðuneytinu í desember 2011. Hún hefur nú verið uppfærð og er þetta því 2. útgáfa.

Fjallað er um rekstur þjónustunnar og settar fram almennar kröfur sem lúta að honum, svo sem um skipulag, ábyrgðarstöður, gæða- og árangursstjórnun, sjúkraskrár, upplýsingaskyldu og eftirlit. Jafnframt er þjónusta við einstaklingana skilgreind og lýst almennum kröfum til hennar. Fjallað er sérstaklega um einstaka þætti þjónustunnar og einnig um þjónustuöryggi og þjónustutíma. Til viðbótar þeim kröfum sem fram koma í kröfulýsingunni koma faglegar gæðakröfur sem Embætti landlæknis gerir til öldrunarþjónustu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum