Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. mars 2013 Dómsmálaráðuneytið

Leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk., á íslensku og ensku. Myndböndin er bæði að finna á kosningavef ráðuneytisins, kosning.is, og á YouTube.

Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt, á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra, og erlendis hjá sendiráðum og kjörræðismönnum. 

Leiðbeiningarmyndbönd

Myndböndin um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk. eru hugsuð til leiðbeiningar en ítarlegri umfjöllun um kosningaathöfnina er að finna í lögum um kosningar til Alþingis.

Sjá myndböndin á YouTube:
a. íslenska
b. enska

Almennar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins kosning.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum