Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Mörk kjördæmanna í Reykjavík þau sömu og við síðustu alþingiskosningar

Landskjörstjórn hefur auglýst að við alþingiskosningar 27. apríl 2013 skuli mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík vera þau sömu og við síðustu alþingiskosningar árið 2009.

Samkvæmt auglýsingu nr. 282/2013 í Stjórnartíðindum eru mörk Reykjavíkurkjördæmanna dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Ofangreind skipting ræður því einnig hvar þeir, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík, greiða atkvæði. Þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1.-15. hvers mánaðar greiða atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum