Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. apríl 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Meti þörf á endurskoðun laga um sinubruna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Stofnunin er jafnframt beðin um að meta hvort rétt sé að gera aðrar breytingar á lögunum. 

Samkvæmt lögunum geta ábúendur jarða fengið leyfi til sinubrennu fari hún fram fyrir 1. maí að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í reglugerð. Lúta þau m.a. að skyldu ábúenda til að tilkynna hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra um brennuna, eftirliti með brennu og fleiru.  Óheimilt er að brenna sinu þar sem bruninn skapar almannahættu eða tjón getur orðið á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum. 

Mannvirkjastofnun hefur undanfarið fjallað um sinubruna og m.a. staðið fyrir málþingi um gróðurelda með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Að mati ráðuneytisins er tímabært að endurskoða reglur um sinubruna og er umræðan sem Mannvirkjastofnun hefur staðið fyrir mikilvægt innlegg í þá endurskoðun.

Óskað er eftir því að stofnunin sendi ráðuneytinu tillögur eigi síðar en 15. júní næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum