Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. apríl 2013 Innviðaráðuneytið

Heimilum í fjárhagsvanda fækkar í fyrsta sinn eftir hrun

Mannamót
Mannamót

Úr frétt Hagstofunnar um fjárhagsstöðu heimilanna:

Vanskil húsnæðislána eða leigu stóðu í stað árið 2012 en nokkuð dró úr vanskilum annarra lána. Heimilum sem eiga erfitt með að ná endum saman fækkaði frá fyrra ári og fleiri heimili gátu mætt óvæntum útgjöldum. Heimilum í fjárhagsvanda fækkaði milli ára í fyrsta sinn frá árinu 2008. Þetta kemur fram í nýjustu Hagtíðindum: Fjárhagsstaða heimilanna 2012.

Vanskil húsnæðislána eða leigu stóðu í stað árið 2012 en nokkuð dró úr vanskilum annarra lána. Heimilum sem eiga erfitt með að ná endum saman fækkaði frá fyrra ári og fleiri heimili gátu mætt óvæntum útgjöldum. Í heild fækkaði heimilum í fjárhagsvanda milli ára í fyrsta sinn síðan 2008. Einstæðir foreldrar eru líklegri en aðrir hópar til að vera í fjárhagsvanda og konur sem búa einar lenda síður í vanskilum með lán en karlar sem búa einir.

Árið 2012 áttu 48,2% heimila erfitt með að ná endum saman og tæp 36% heimila gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að fjárhæð 157.000 krónur með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum. Þegar heildarmyndin er skoðuð fækkaði heimilum í fjárhagsvanda milli ára í fyrsta sinn frá árinu 2008.

Niðurstöðurnar eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC). Úrtak lífskjararannsóknarinnar 2012 var 4.347 heimili. Eftir að þeir sem eru látnir og búsettir erlendis hafa verið dregnir frá var nettóúrtakið 4.018 heimili. Svör fengust frá 3.091 heimilum sem er 77% svarhlutfall. Lífskjararannsóknin var framkvæmd í mars til maí árið 2012.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum