Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. apríl 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda

Himinn
Stefnt er að samkomulagi í loftslagsmálum í París í desember.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur dregist saman um 13% frá árinu 2008. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur skilað til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslunni kemur fram að árið 1990 hafi losun gróðurshúsalofttegunda á Íslandi verið 3,5 milljónir tonna CO2-ígilda. Árið 2011 var losunin 4,5 milljónir tonna CO2-ígilda og hefur losun því aukist um 26% frá árinu 1990. Losunin dróst hins vegar saman um 4% frá árinu 2010, einkum vegna minni losunar frá álframleiðslu og fiskiskipum. Losunin var mest árið 2008, eða tæplega 5 milljónir tonna CO2-ígilda. Síðan þá hefur losun dregist saman um 13%, einkum vegna samdráttar í losun frá stóriðju sem rekja má til betri framleiðslustýringar, en einnig til minni eldsneytisnotkunar við byggingarstarfsemi, við fiskveiðar, og í samgöngum. Eins hefur sementsframleiðsla dregist saman og losun frá landbúnaði minnkað vegna minni notkunar tilbúins áburðar. Minni losun á sér því helst tvær skýringar: framleiðslustýring í álverum hefur batnað og áhrifa gætir vegna samdráttar í hagkerfinu frá 2008.

Losun á hvern íbúa á Íslandi árið 2011 var 13,8 tonn, en meðaltal ríkjanna á EES-svæðinu var 10,5 tonn.

Útreikningar á losun Íslands fyrir árið 2012 munu liggja fyrir í lok þessa árs eða byrjun árs 2014 en samkvæmt spám Umhverfisstofnunar mun Ísland standa við sínar skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni.

Frétt Umhverfisstofnunar

Skýrslan: Emissions of greenhouse gases in Iceland from 1990 to 2011

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum