Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra setur leiðbeinandi reglur um endurgjald fyrir innheimtu

Innanríkisráðherra hefur gefið út leiðbeinandi reglur um endurgjald sem lögmenn geta áskilið umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu. Reglurnar eiga að taka gildi 1. júlí 2013.

Með löginnheimtu er átt við innheimtumeðferð á grundvelli réttarfarslaga eftir að krafa hefur verið í svonefndri fruminnheimtu og eftri atvikum milliinnheimtu á grundvelli innheimtulaga samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Lögmanni er óheimilt að áskilja sér endurgjald af þeim hluta kröfu sem fallinn er í gjalddaga vegna gjaldfellingar eftirstöðva skuldar sökum vanefnda á greiðslu afborgunar eða vaxta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum