Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Áætlun um aðgerðir gegn mansali samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti föstudaginn 26. apríl áætlun innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali á tímabilinu 2013 til 2016. Áætlunin tekur annars vegar mið af þörf á að veita fórnarlömbum mansals stuðning og öryggi og hins vegar þörf á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda einkum innan réttarvörslukerfisins til þess að sporna gegn mansali hér á landi.

Helstu áhersluþættir aðgerðaráætlunarinnar til næstu þriggja ára vegna mansalsmála eru forvarnir og fræðsla, aðstoð og stuðningur við fórnarlömb mansals, rannsóknir og saksókn mansalsmála, samvinna og samráð og mat á árangri. Í áætluninni eru tilteknar einstakar aðgerðir í samræmi við framangreindar áherslur.

Endurskoðuð áætlun var kynnt stofnunum og hagsmunaaðilum í janúar síðastliðnum og í kjölfar kynningar send til umsagnar hjá umræddum aðilum og hefur verið tekið mið af helstu athugasemdum við gerð áætlunarinnar. Þá voru endurskoðuð drög send lykilaðilum til frekari umsagnar áður en gengið var frá áætluninni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum