Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. maí 2013 Forsætisráðuneytið

Fyrsta ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 23. maí 2013
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 23. maí 2013

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í morgun féllst forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á tillögu forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, um að veita öðru ráðuneyti hennar lausn frá störfum.

Á öðrum fundi ríkisráðs sem haldinn var síðdegis í dag féllst forseti Íslands á tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra.

Störfum er þannig skipt með ráðherrum:

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra
  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
  • Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
  • Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

Sjá nánar í forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra.

Einnig hefur verið gerð breyting á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta. Samkvæmt þeim mun hagskýrslugerð og upplýsingar um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands -  færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Forsætisráðuneytið tekur einnig við verkefnum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti er varða þjóðmenningu. Til fjármála- og efnahagsráðuneytisins flytjast verkefni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er snerta lagaumgjörð og eftirlit með fjármálamarkaðnum.

Sjá nánar í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum