Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. maí 2013 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðuneytið óskar endurskoðunar á reglum Siglingastofnunar um RIB báta

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru fyrirtækisins Gentle Giants á ákvörðun  Siglingastofnunar varðandi kröfur um fjölda farþega og björgunarbúnað í svonefndum RIB bátum.

Fyrirtækið óskaði eftir að fá að sigla með fleiri en 12 farþega á slíkum bátum og að farþegar þurfi ekki að nota einangrandi flotbúninga á ákveðnum árstíma. Siglingastofnun hafnaði þeirri ósk. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Siglingastofnunar með úrskurði 23. maí en hefur nú beðið Siglingastofnun að endurskoða reglur um RIB báta.

Með úrskurði ráðuneytisins er fyrst og fremst horft til öryggissjónarmiða við farþegaflutninga en skýrt er kveðið á um í lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003 að markmið laganna sé að tryggja öryggi skipa, áhafna og síðast en ekki síst farþega.

Ráðuneytið telur engu að síður að nauðsynlegt sé að reglur um RIB báta séu yfirfarnar og beinir því til Siglingastofnunar að taka þær nú þegar til endurskoðunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum