Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. júlí 2013 Forsætisráðuneytið

Styrkur til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna árangurs Anítu Hinriksdóttur

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Anítu Hinriksdóttur
Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra ásamt Anítu Hinriksdóttur

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Afrekssjóði ÍSÍ tveggja milljóna kr. styrk árlega fram að Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Ríó de Janeiro árið 2016, samtals átta milljónir kr. til að styðja við Anítu Hinriksdóttur.

Aníta Hinriksdóttir vann frækilega sigra á dögunum í 800 m hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu og Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu og má telja að nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að auka fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ. Afreksíþróttastarf er kostnaðarsamt og mikilvægt er að styðja við bakið á Anítu svo að hún geti helgað sig æfingum og keppni til undirbúnings þátttöku á alþjóðlegum stórmótum.

Mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að hafa afreksmenn sem þessa verður seint ofmetið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum