Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. ágúst 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð hinn 4. september næstkomandi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð, en Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, býður til fundarins í tilefni af tvíhliða heimsókn forseta Bandaríkjanna til Svíþjóðar. 

Megintilgangur fundarins er að undirstrika og ræða samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna þegar horft er til sameiginlegra áskorana 21. aldar. Leiðtogarnir munu, meðal annars, ræða samstarf í utanríkismálum, eflingu hagvaxtar og þróunar í heiminum, nýjungar er snúa að hreinni orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum