Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. ágúst 2013 Dómsmálaráðuneytið

Afstaða ráðherra um óskerta þjónustu ítrekuð

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lauk í gær yfirferð sinni um Suðurlandið þar sem hún hefur meðal annars átt fundi með sveitarstjórnum og sýslumönnum. Ferðin endaði á fundi með Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni og lögreglustjóra á Selfossi, og starfsmönnum lögregluembættisins.

Innanríkisráðherra heimsótti lögregluna á Selfossi í gær.
Innanríkisráðherra heimsótti lögregluna á Selfossi í gær.

Á þeim fundi var ítrekuð sú afstaða ráðherra að ekki væri ásættanlegt að fækka lögreglumönnum eða lögreglubifreiðum á svæðinu, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum að embættið skoði. Rekstrarstaða embættisins á Selfossi hefur verið erfið um nokkurt skeið en í sumar hefur staðið yfir vinna á vegum rekstrarteymis ráðuneytisins og stjórnenda löggæslunnar á svæðinu. Þeirri vinnu miðar vel og miðar öll að því að ekki standi til að fara í neinar meiriháttar breytingar á mannahaldi eða þjónustu við svæðið á næstu mánuðum. Íbúar og þeir fjölmörgu sem um Árnessýslu fara eiga því að geta treyst því að það öryggi og sú þjónusta sem þar hefur verið veitt af hálfu lögreglunnar haldist óbreytt á næstu mánuðum en að auki minnti ráðherra á að vonandi takist að efla löggæsluna enn frekar á komandi árum enda sé það eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira