Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. ágúst 2013 Forsætisráðuneytið

Benedikt ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar

Benedikt Árnason
Benedikt Árnason

Benedikt Árnason hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar. Benedikt er 47 gamall hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráður í hagfræði og MBA frá University of Toronto. 

Benedikt starfaði sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun frá 1988-1993, fjármálastjóri Vita- og hafnamálastofnunar 1994-1995, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu 1996-2004, aðstoðarframkvæmdastjóri í Norræna fjárfestingarbankanum 2005-2007, aðstoðarforstjóri og síðar forstjóri Askar Capital 2008-2010, ráðgjafi við fjárhagslega endurskipulagningu Orkuveitu Reykjavíkur 2010 og aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins frá 2011. Þá hefur Benedikt sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Hann hefur setið í fjölmörgum nefndum um efnahagsmál, fjármálamarkað og orkumarkað og setið í stjórnum Tryggingasjóðs viðskiptabankanna, Invest in Iceland Agency, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og Útflutningsráðs. Þá sat hann í verkefnastjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. 

Benedikt er kvæntur Auði Freyju Kjartansdóttur rafmagnsverkfræðingi og eiga þau þrjú börn. 

Benedikt hefur störf í forsætisráðuneytinu þann 30. september nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum