Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. ágúst 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Landsskipulag í brennidepli

Frá ársfundi norrænna skipulagsyfirvalda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði ársfund norrænna skipulagsyfirvalda, í Borgarnesi á dögunum.

Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á hversu mikilvægt er að ríki og sveitarfélög séu samstíga í skipulagsmálum. Þá gerði hann landsskipulagsstefnu að umtalsefni og að stefnt sé að því að leggja fram tillögu að fyrstu landsskipulagsstefnu Íslands á næstu misserum. Þar verði horft til ólíkrar nýtingar lands, hvort sem um er að ræða landbúnað, frístundabyggð eða ólík byggðarmynstur. Sagði ráðherra miklu skipta að finna gott jafnvægi milli nýtingu auðlinda landsins og verndar margbrotinnar náttúru þess.

Ársfundir norrænna skipulagsyfirvalda eiga sér yfir fjögurra áratuga sögu, en fimmta hvert ár er fundurinn haldinn hér á landi. Þema fundarins að þessu sinni var landsskipulag auk þess sem skipulag hafsins og sjálfbærni voru til umræðu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum