Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. ágúst 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Hagstofu Íslands

Frá heímsókn forsætisráðherra til Hagstofu Íslands
Frá heímsókn forsætisráðherra til Hagstofu Íslands

Í gær heimsótti forsætisráðherra Hagstofu Íslands. Með breytingum sem gerðar voru á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands í maí síðastliðnum færðist Hagstofa Íslands undir forsætisráðuneytið, en stofnunin heyrði einnig undir það ráðuneyti fyrst eftir að ný lög um stofnunina tóku gildi árið 2008. Fyrir þá breytingu var Hagstofan sérstakt ráðuneyti. 

Forsætisráðherra fékk kynningu á starfsemi og stefnumótun Hagstofunnar og gekk um húsakynni stofnunarinnar og heilsaði uppá starfsfólk.  

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Stofnunin er með elstu stofnunum landsins, tók hún til starfa árið 1914 og verður því hundrað ára á næsta ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum