Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. september 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stofnanir heimsóttar

Úr heimsókn ráðherra í Náttúrufræðistofnun Íslands.
Úr heimsókn ráðherra í Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur á undanförnum þremur vikum haldið áfram heimsóknum sínum í stofnanir ráðuneytisins.

Á þeim tíma hefur ráðherra heimsótt Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Landmælingar Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, setur Náttúfurfræðistofnunar og útibú Umhverfisstofnunar á Akureyri auk þess sem hann kynnti sér starfsemi skrifstofu tveggja vinnuhópa (CAFF og PAME) sem heyra undir Norðurskautsráðið og eru með aðsetur á Akureyri og Vesturlandsskóga á Hvanneyri.

Ráðherra tók um miðjan ágúst upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor varðandi heimsóknir í stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hefur nú heimsótt þær velflestar. Fyrr í sumar kynnti hann sér starfsemi Mannvirkjastofnunar, Umhverfisstofnunar í Reykjavík, Úrvinnslusjóðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Veðurstofunnar og Veiðimálastofnunar.

Heimsóknirnar hafa reynst ákaflega gagnlegar og mikilvægar fyrir ráðherra til að fá yfirlit yfir starfsemi þessara stofnana og hitta fyrir starfsfólk þeirra.

Myndir úr heimsóknunum má sjá hér að neðan.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum