Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2013 Dómsmálaráðuneytið

Ráðið í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal

Ráðið verður í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal frá 1.október. Innanríkisráðherra átti nýlega fundi með nokkrum sveitarstjórnum og lögreglustjórum á Suðurlandi. Fram kom á þessum fundum að brýnt væri að hafa lögreglumenn staðsetta í Vík en næstu lögreglustöðvar eru annars vegar á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar á Hvolsvelli.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Hvolsvelli.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Hvolsvelli.

Í framhaldi af fundum ráðherra var fundin lausn til að fjármagna tvær stöður og verða lögreglumenn því í Vík frá 1. október eins og fyrr segir. Innanríkisráðuneytið og embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli, sem Vík heyrir undir, standa sameiginlega undir kostnaði við stöðurnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum