Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. september 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpar fjárfestingaráðstefnu í Lundúnum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag fjárfestingaráðstefnu í Lundúnum. Í ræðu sinni útlistaði forsætisráðherra helstu áhersluþætti í efnahags- og fjárfestingastefnu ríkisstjórnarinnar, meðal annars er snúa að umhverfi efnahags- og fjármála á Íslandi og auknum möguleikum til fjárfestinga. Í tengslum við ráðstefnuna hefur forsætisráðherra veitt erlendum fjölmiðlum á annan tug viðtala. 

Í gær átti forsætisráðherra svo fund með William Hague utanríkisráðherra Bretlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir aukna samstarfsfleti í samskiptum ríkjanna, þar á meðal á sviði orkumála, viðskipta og menntamála. Einnig voru Evrópumál rædd, málefni norðurslóða og staða mála í makríldeilunni. Forsætisráðherra mun síðar í dag heimsækja breska þingið og á morgun eiga fundi með framámönnum í Liberal International. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum