Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. september 2013 Forsætisráðuneytið

Nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann er fæddur árið 1960 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Sigurður Már lagði stund á sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hefur starfað við blaðamennsku síðan 1985, lengst af á Viðskiptablaðinu þar sem hann var aðstoðarritstjóri og síðast ritstjóri. Sigurður Már hefur síðustu ár unnið sem blaðamaður og ráðgjafi. Hann hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands síðan 2006 og verið varaformaður stjórnar BÍ síðan 2010. Hann er kvæntur Gígju Árnadóttur skjalastjóra og eiga þau tvö börn. 

Sigurður Már mun starfa í forsætisráðuneytinu og hefur störf 1. október næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum