Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. október 2013 Forsætisráðuneytið

Fundargerð 17. fundar samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna

Fundur haldinn föstudaginn 4. maí 2012, kl.11:00 , í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu

Mætt: Jón Ólafsson (JÓ), formaður nefndarinnar, Kristín Ástgeirsdóttir (KÁ)  og Páll Þórhallsson skipuð af forsætisráðherra, Halldóra Friðjónsdóttir (HF) frá fjármálaráðuneytinu, Magnús Pétursson (MP), fulltrúi Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ) frá BSRB og Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir (GHÞ) fulltrúi BHM og KÍ í nefndinni.

Þessi fundur var óvenjulegur að því leyti að fjölmiðlar höfðu verið boðaðir ásamt nefndarmönnum enda tilgangur fundarins að kynna siðareglur fyrir starfsfólk stjórnarráðsins sem forsætisráðherra hafði staðfest deginum áður og fyrstu ársskýrslu samhæfingarnefndarinnar. Á fundinn komu þrír fréttamenn, frá RÚV, DV og Smugunni og var sagt frá siðareglunum í öllum þessum miðlum í framhaldinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum