Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. október 2013 Forsætisráðuneytið

Fundargerð 21. fundar samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna

Fundur haldinn föstudaginn 19. október 2012, kl. 9:30, í fundarsal Háskólans á Bifröst, Hverfisgötu 4-6.

Mætt: Jón Ólafsson (JÓ), formaður nefndarinnar, Halldóra Friðjónsdóttir (HF) frá fjármálaráðuneytinu, Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ) frá BSRB og Magnús Pétursson (MP), fulltrúi Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Kristín Ástgeirsdóttir, Páll Þórhallsson og Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir boðuðu forföll.

Á síðasta fundi tók Halla að sér að skoða betur uppröðun almennu siðareglnanna og þá út frá stjórnarráðsreglunum. Aðrir nefndarmenn komu með uppbyggilegar athugasemdir við þær tillögur og var m.a. efast um að það væri heppilegt að hafa fyrirsagnir eins og í stjórnarráðsreglunum. Á fundinum var samþykkt að sleppa fyrirsögnunum.

JÓ sendi út drög að útskýringum á reglunum fyrir fundinn og varð nokkur umræða um þær. JÓ sagði ekki markmið að hafa þær tæmandi enda væri þeim að vissu leyti ætlað að vekja til umhugsunar. Í framhaldinu var rætt um heppilega leið til að kynna reglurnar fyrir forstöðumönnum og stéttarfélögum. Fram kom hjá MP að gert væri ráð fyrir kynningarfundi fyrir forstöðumenn eftir áramót og þar myndu eflaust skapast umræður sem gætu skilað sér í einhverjum tillögum að breytingum. Nefndarmenn voru sammála um að það væri æskilegt að koma drögum að reglum ásamt skýringum og stuttri greinagerð um tilurð reglnanna í kynningu til stéttarfélaga og forstöðumanna sem fyrst. Í kynningarbréfi væri tekið fram að fulltrúar úr samhæfingarnefndinni væru tilbúnir til að mæta á kynningar- og/eða umræðufundi og standa fyrir vinnustofum með praktískum dæmum væri þess óskað.  Í kynningarbréfinu kæmi jafnframt fram að stefnt væri að því að reglurnar yrðu tilbúnar til staðfestingar fjármála- og efnahagsráðherra þann 1. mars.

JÓ ætlar að skoða betur skýringartextann og senda síðan nefndarmönnum.

Ekki var tekin ákvörðun um næsta fund.

Fundi slitið kl. 10.30.

Fundarritari Halldóra Friðjónsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum