Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. október 2013 Forsætisráðuneytið

Fundargerð 26. fundar samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna

Fundur haldinn miðvikudaginn 18. júní 2013 kl. 15:00 í fundarsal Háskólans á Bifröst, Hverfisgötu 4-6.

Mætt: Jón Ólafsson (JÓ), formaður nefndarinnar, Páll Þórhallsson (PÞ) og Kristín Ástgeirsdóttir, öll skipuð af forsætisráðherra, Halldóra Friðjónsdóttir (HF) fjármála- og efnahagsráðuneyti og Magnús Pétursson, tilnefndur af Félagi forstöðumanan ríkisstofnana.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB og Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir (GHÞ), fulltrúi BHM/KÍ boðuðu forföll.

Til umfjöllunar voru drög dómstólaráðs að siðareglum. Nefndarmenn höfðu fengið tillögur að athugasemdum frá JÓ í tölvupósti en þær höfðu áður verið ræddar á stuttum fundi JÓ, PÞ og HF. Þar sem SÝÞ komst ekki á fundinn sendi hún líka athugasemdir í tölvupósti og var hvort tveggja skoðað.

Fundarmenn sammála um að orðalagið „virða siðferðisvitund hvers og eins“ í a lið 1. greinar orki tvímælis og að óþarft sé að taka fram að starfsmenn skuli fara að lögum (d liður). Ákveðið að gera ekki athugasemd við „gangsæi“ í b lið. Samþykkt að láta aðrar athugsemdir standa.

JÓ tekur að sér að útbúa bréf til dómstólaráðs þar sem athugasemdir verði settar upp á sér blað.

Í lokin var rætt um framtíð samhæfingarnefndarinnar enda skipunartími núverandi nefndar að renna út. Magnús hafði þegar tilkynnt að hann ætli að biðjast undan áframhaldandi þátttöku og á fundinum kom fram að Kristín ætli að gera slíkt hið sama. Jón hefur líka látið vita að hann hyggist hætta en segist opinn fyrir því að halda áfram verði farið fram á það. Halldóra og Páll gera ráð fyrir að verða áfram fulltrúar ráðuneyta sinna.

Fundarmenn voru sammála um að það væri viðeigandi að ljúka starfi nefndarinnar með samverustund að kvöldlagi í byrjun október og bjóða þá jafnvel nýjum nefndarmönnum með.

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 16.10

Fundarritari Halldóra Friðjónsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum