Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. október 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Gróska - lífskraftur Formennskuáætlun Íslands í Norrænu Ráðherranefndinni 2014
Gróska - lífskraftur Formennskuáætlun Íslands í Norrænu Ráðherranefndinni 2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat í dag þing Norðurlandaráðs og tók þátt í umræðu um ungt fólk og samkeppnishæfni á Norðurlöndunum. Þá kynnti forsætisráðherra formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014 sem ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“. 

Í ræðu sinni fjallaði ráðherrann um þau verkefni sem Ísland hyggst setja á oddinn í formennskutíð sinni, líkt og norræna lífhagkerfið, norræna spilunarlistann og norrænu velferðarvaktina, auk þess að leggja aukna rækt við vestnorrænt samstarf. Þá mun á formennskuárinu fara fram endurskoðun á norðurskautsáætlun Norrænu Ráðherranefndarinnar og starfrækt verður sérstakt norrænt landamæraráð sem ætlað er að vinna áfram að afnámi stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndunum. 

Þá leiddi forsætisráðherra umræður um málefni norðurslóða á fundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna, sem og á fundi með formönnum heimastjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Þá var fundað með forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Í gærkveldi funduðu svo forsætisráðherrar Norðurlandanna með starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum þar sem fjallað var meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu og stöðu mála í Sýrlandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum