Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. nóvember 2013 Forsætisráðuneytið

Danadrottning viðstödd hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu

Við lok hátíðardagskrár í Þjóðleikhúsinu
Við lok hátíðardagskrár í Þjóðleikhúsinu

Viðamikil hátíðardagskrá var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar og var Margrét II Danadrottning sérstakur hátíðargestur. Forseti Íslands flutti ávarp, auk fræðimanna og rithöfunda. Þá buðu tónlistarmenn og leikarar upp á fjölbreytta dagskrá sem varpaði ljósi á arf Árna Magnússonar í nútímanum. 

Fyrr um daginn opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sýninguna Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar í Gerðasafni í Kópavogi að viðstöddum Margréti II Danadrottningu og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Einnig fluttu Guðbjörg Kristjánsdóttir sýningarstjóri og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar ávörp við það tilefni.

Spilmenn Ríkínís flytja tónlist úr bókum frá 17. og 18. öld
Spilmenn Ríkínís flytja tónlist úr bókum frá 17. og 18. öld
Grettir Valsson fer með vísu úr Egils sögu
Grettir Valsson fer með vísu úr Egils sögu
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ávarp
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flytur ávarp
Eva María Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson
Eva María Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson
Ari Eldjárn fer með gamanmál
Ari Eldjárn fer með gamanmál
Ólafur Ragnar Grímsson og Grettir Valsson
Ólafur Ragnar Grímsson og Grettir Valsson
Hundur í óskilum flytur söngleikinn „Íslandsklukkan“
Hundur í óskilum flytur söngleikinn „Íslandsklukkan“
Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson kveða tvísöngsstemmu
Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson kveða tvísöngsstemmu
Margrét Vilhjálmsdóttir les úr Grágás
Margrét Vilhjálmsdóttir les úr Grágás
Guðrún Nordal flytur ávarp
Guðrún Nordal flytur ávarp
Skálmöld
Skálmöld
Guðbergur Bergsson les úr ljóðabók sinni Flateyjar-Freyr
Guðbergur Bergsson les úr ljóðabók sinni Flateyjar-Freyr

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum