Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að reglum um hönnun þjóðvega til umsagnar

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um hönnun þjóðvega sem eru opnir almenningi til frjálsrar umferðar. Umsagnarfrestur um regludrögin er til og með 6. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Reglurnar eiga að gilda um gerð veghönnunarreglna sem nota skal í samræmingarskyni við skipulagningu og lagningu þjóðvega. Í regludrögunum er fjallað um gildissvið og skilgreiningar, hönnunarumferð og hönnunarökutæki, veghönnunarreglur og gildistöku.

Reglurnar eru settar með stoð í 2. mgr. 29. gr. og 42. gr. vegalaga nr. 80/2007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum