Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. desember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

RÚV hlaut hvatningarverðlaunin Kyndilinn

Bjarni Guðmundsson tekur við Kyndlinum úr hendi Eyglóar Harðardóttur
Bjarni Guðmundsson tekur við Kyndlinum úr hendi Eyglóar Harðardóttur

Hvatningarverðlaunin Kyndillinn voru veitt á Vetrarhæfileikunum 2013 sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu í dag. Kyndillinn féll í skaut RÚV fyrir vandaða umfjöllun sjónvarpsins um málefni fatlaðs fólks og sýnileika fatlaðs fólks í dagskrárgerð.

Hvatningarverðlaunin eru veitt í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Markmið þeirra er að auka sýnileika fatlaðs fólks í fjölmiðlum og fá fram faglega og upplýsandi umfjöllun um stöðu og réttindi fatlaðs fólks í samfélaginu.

Niðurstaða dómnefndar á vegum Réttindavaktarinnar var að veita RÚV verðlaunin vegna sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“ og fyrir vandaða umfjöllun um íþróttir fatlaðs fólks.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra RÚV Kyndilinn á vetrarhæfileikunum í dag með ósk um að hann yrði hvatning til þess að áfram yrði haldið á sömu braut og jafnframt að aðrir fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja.

Hönnuður Kyndilsins er listakonan Margrét Guðnadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum