Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. janúar 2014 Forsætisráðuneytið

Málefni norðurslóða á oddinn

Norðurslóðir
Norðurslóðir

Ráðherranefnd um málefni norðurslóða fundaði í dag í fyrsta skipti, en nefndin var sett á fót í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í því skyni að horfa til þróunarinnar á norðurslóðum með heildstæðum hætti og tryggja skilvirka og samræmda hagsmunagæslu Íslands á æðsta stigi stjórnsýslunnar. 

Á ráðherrafundinum voru málefni norðurslóða rædd á breiðum grunni, meðal annars þróunin á alþjóðavettvangi, umhverfismál, atvinnuþróun og auðlindanýting, og samgönguinnviðir og öryggismál. 

Miðað er við að ráðherranefnd um málefni norðurslóða hittist allt að ársfjórðungslega og fast sæti í henni eiga forsætisráðherra, sem stýrir fundum, utanríkisráðherra, innanríkisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum