Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. febrúar 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Heiðraður fyrir Íslandsmet í blóðgjöf

Kristján Þór, heilbrigðisráðherra ásamt Guðbirni Magnússyni
Kristján Þór, heilbrigðisráðherra ásamt Guðbirni Magnússyni

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti í dag Guðbirni Magnússyni viðurkenningarskjal fyrir ómetanlegt framlag í þágu sjúklinga og íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Guðbjörn hefur gefið blóð 175 sinnum sem er oftar en nokkur annar Íslendingur.

Guðbjörn kom í ráðuneytið síðdegis til að taka við skjalinu úr hendi heilbrigðisráðherra, ásamt Ólafi Helga Kjartanssyni, formanni Blóðgjafafélags Íslands. Blóðgjafafélagið heiðrar árlega þá sem ná tilteknum fjölda blóðgjafa og í reglum félagsins eru tilgreindar viðurkenningar fyrir 125 skipti og fyrir 150 skipti. Engar reglur ná hins vegar yfir jafnmikla gjafmildi og Guðbjörn hefur sýnt en samkvæmt lauslegum útreikningum hefur hann gefið blóð sem svarar þyngd hans sjálfs. Kristján Þór, ráðherra sagði það mikla ánægju að hitta Guðbjörn og heiðra hann fyrir þetta einstaka met og það góða fordæmi sem hann gæfi öðrum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum