Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. mars 2014 Utanríkisráðuneytið

Ísland styður þvingunaraðgerðir vegna Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir það mikilvægt skref að Bandaríkin og Evrópusambandið hafi nú gripið til þvingunaraðgerða til stuðnings Úkraínu í kjölfar aðgerða Rússa á Krímskaga og atkvæðagreiðslunnar þar í gær. „Alþjóðasamfélagið þarf að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi. Ísland getur á grundvelli EES samningsins tekið þátt í aðgerðum ESB. Ég tel að Ísland eigi að taka þátt í slíkum aðgerðum og mun ég því eiga lögbundið samráð við utanríkismálanefnd á morgun," sagði Gunnar Bragi.

Á fundi fastaráðs Atlantshafsbandalagsins í morgun ítrekuðu bandalagsríkin stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu, hvöttu Rússa til að virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar, draga herlið sitt baka frá Krímskaga og vinna að friðsamlegri lausn í samstarfi við stjórnvöld í Úkraínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum