Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. mars 2014 Dómsmálaráðuneytið

Hlutur kvenna í sveitarstjórnum

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru í meirihluta í 16 sveitarstjórnum af 76.

Hlutur kvenna var afar rýr lengi fram eftir tuttugustu öld. Sem dæmi má nefna voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og svo seint sem 1978 einungis 6%. Upp úr 1980 var aftur á móti samfelldur stígandi í hlutdeild þeirra á sveitarstjórnarstigi. Þannig voru konur um 19% kjörinna fulltrúa árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun mála árin 1958-2010.

Nánari upplýsingar um stöðu kynjanna, annars vegar á framboðslistum og hins vegar í sveitarstjórnum, má sjá í úttektum sem Jafnréttisstofa birti árið 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum